26.11.06

16.11.06


André Rieu
Vitið þið hver Richard Clayderman er? Ef svarið er já, og þið eruð orðin aðeins þreytt á nýjustu plötunni hans, þá finnst svona "fiðlu-Richard Clayderman", sem gæti verið smá tilbreyting frá píanistanum knáa. Sá mikli fiðlusnillingur heitir André Rieu.
Hann ferðast um heiminn með hljómsveitinni sinni og heldur stórtónleika. Við erum að tala um tónleika á leikvöngum, sem eru troðfullir af áheyrendum, sem borga sennilega góða fúlgu fjár til að heyra og upplifa þennan stórkostlega listamann.
Fiðluleikarinn er með afar mikið og hrokkið hár, eins og sannur tónlistarmaður.
Hann gerir svona hrukkur á ennið þegar hann spilar á fiðluna sína, þannig að hann spilar af mikilli innlifun.
Fiðlan hans er af gerðinni Stradivarius, þannig að hann er rosalega góður.
Tónleikagestir eru fullir af svo mikilli hrifningu að þeir geta ekki annað en klappað með hverju lagi, á 1. og 3. slagi að sjálfsögðu.
Svo er hann líka rosalega sniðugur, t.d. þá blístrar hann stundum í staðinn fyrir að spila á Stradivariusinn sinn. Og allir mega blístra með. Og fleira sniðugt kann hann, en ég ætla ekki að telja það upp hér, svona ef þið skilduð nú verða svo heppinn einhvern daginn að komast á tónleika með þessu tónlistarundri.
Tónlistarundur sagði ég. Hmm... það er eiginlega alveg rétt, því ég er alveg gáttaður á þessu fyrirbæri.
Hvernig getur það eiginlega gerst að svona margir áheyrendur flykkjast á tónleika undramannsins...og er konunglega skemmt?
Mér verður eiginlega hugsað til Nazismans, og fyllist sama óhug yfir báðum þessum fyrirbærum, þeas. að svo margar manneskjur gátu sameinast í Nazisma og svona margar manneskjur geti virkilega þótt undramaðurinn svona áhugaverður og skemmtilegur að það flykkist á "tónleika" með honum.
Þú hlýtur að vera stórlega brenglaður tónlistarmaður ef þér líður ekki eins og þú sért að hæðast að áheyrendum með svona framkomu og tónlist. Hljómsveitarmeðlimir eru örugglega allir fátækir námsmenn, sem sárvantar aur. Eða þá að þau eru bara öll kolgeggjuð, og fiðlusnillingur er kolgeggjuforinginn!
Óhuggulegt með eindæmum!

14.11.06

Áhugaleysi
Ég hef engan áhuga á þessu bloggi meir. Eða öllu heldur, ég hef ekki þörf á að blogga. Áður fyrr hafði ég þörf fyrir það. Það var gaman. Mér fannst ég hafa eitthvað að segja, annað en t.d. núna. Nú hef ég ekkert að segja, nema að ég hafi ekkert að segja. Þessvegna er betur að gera eitthvað annað en að eyða orku og tíma, bæði ykkar og mínum, í að kreista uppþornaða sítrónu.

Ég hef þó eitt að segja.
Nágranni okkar syngur með þegar Stina er að æfa sig.
Hún syngur ekki bara eitthvað, heldur nákvæmlega það sama og Stina syngur. Líka upphitun og raddæfingar.
Er hún að kvarta yfir söngnum eða er hún að lauma sér inn í söngtíma, frítt?

8.11.06

Jónshús
Tvö kvöld vikunnar er á að stjórna kórum í Jónshúsi.
Þessa stundina sit ég í Jónshúsi.
Jónshús er gott hús.
Jónshús