26.10.06


Óskar Þór Þráinsson
er drengur góður. Ég kynntist honum í Hamrahlíðakórnum á sínum tíma, og síðar meir í Smaladrengjunum síkátu. Hann er víst ennþá gildur limur (he he) í þeim klúbbi...hættir maður einhverntímann að vera smaladrengur? Ekki ég!

Intermezzo:
Þó svo það komi ekki fram á vikipedia, í umfjöllun um Smaladrengina, þá var ég einn af þeim sem tróð upp við frumraun þeirra, í Gettu Betur. Ég spilaði á kongatrommur. Og ef ég man rétt þá var það ég sem hannaði búningana þeirra við þær sjónvarpsupptökur (húfur, lopapeysur, gallabuxur og stígél). Svo söng ég einnig með þeim í fyrstu upptöku þeirra, og spilaði á píanó. Og ekki man ég betur en ég hafi átt stórleik á einu plötu þeirra, Strákapör, þar sem ég fór á ostum í harmóníkuleik. Þetta vissi wikipedia ekki, en nú veit alþjóð þetta...

En aftur að Óskari.
Við deilum saman afmælisdegi, þó á sitthvoru árinu.
Óskar hefur samið eitt minst jólalega jólalag sem ég hef heyrt, og telst það nokkuð afrek. Mig minnir að það hafi meira að segja verið svona "jólalagahrista" í því, en allt kom fyrir ekki. Það hljómaði meira sem lag úr einhverjum vestra.
Jæja, ég ætlaði ekki að blaðra út í eitt um jólalagatónsmíðar Óskars.
Óskar er viðskiptamaður góður. Hann seldi mér einu sinni 19tommu skjá, á meðan hann vann í BT. Sá skjár er ennþá við hestaheilsu.
Nú er drengurinn búinn að starta svona skipti síðu, þar sem smátt verður stærra, þangað til að alheimurinn springur á meðan að hann sötrar kokteil, fljótandi á vindsæng í sundlauginni við villuna sem hann hefur byggt á einkaeyjunni sinni, á einhverjum sólríkum stað í heiminum.
Tja...þetta er kannski soldið ýkt.
En þetta gengur út á að hann byrjar að skipta einni lyklakippu. Einhverjum fannst hún flott og bauð eitthvað, dýrara, til skiptanna, og svo koll af kolli.
Mér skilst að hann vilji skipta forláta vekjaraklukku, sem söngkonan Hallveig Rúnarsdóttir átti. Svo segir sagan að þessi vekjaraklukka hafi þann stórfenglega eiginleika að hún geti vekið þig á öllum tímum sólahringsins, þeas. ef þú ert sofandi og mundir að stilla klukkuna.
Kíkið á síðuna hjá Óskari, hérna, og bjóðið í klukkuna. Ef búið er að skipta út klukkunni þá er örugglega eitthvað annað spennandi að finna.

Engin ummæli: