6.10.06

Fjölgun í fjölskyldunni...og smá um skótau
Nú hefur heldur betur bæst í fjölskylduna á Hamletsgade. Silvia litla eignaðist nefnilega bróður í dag. Hann heitir Rocky. Föðurnafnið er hið sama, Rancilio. Systkinin eru ennþá að kynnast hvort öðru, en þau eru samt farin að leika sér afar fallega saman, á meðan að foreldrarnir eru upptendruð af koffíni.
Hin svokallaða "mjókurlist" er nú æfð af kappi og nú þegar hefur lukkast að gera eitthvað í átt að yfirkeyrðum hundaskít, en það er langt í að það verði teiknuð hjörtu og laufblöð.

Í morgun var rigning. Ég keypti mér stígvél í tilefni þess. Það er óþarfi á velferðartímum að vera blautur í fæturna. Því miður voru ekki til Nokia stígvél, eins og maður fékk í gamladaga. Ætli Nokia framleiði ennþá stígvél?

Engin ummæli: