16.10.06

Enn og aftur af skóm
Í gær var sunnudagur.
Ég og Stina erum með bíl í láni. Bróðir hennar er í viðskiptaferð í útlöndum og geymdi bílinn hjá okkur á meðan. Afar gott.
Sökum þess að þetta tvennt, bíllinn og sunnudagurinn, bar upp á sama dag, þá skelltum við okkur í óvissuferð í gær, eftir kirkjusönginn.
Við bara keyrðum af stað, norður á bóginn, í glimrandi góðu veðrir, en köldu, og létum bara vind ráða seglum...eða hvað það nú heitir.
Allar villurnar upp með austurströnd Sjálands eru stórar, og bera vott um ótrúlegt fjármagn þeirra sem í þeim búa. Gaman að virða þetta fyrir sér og láta sig dreyma. Sjórinn var líka fallegur, og sum laufblöðin komin í haustbúning, og farin að falla. Tilvalinn dagur í þessa ferð okkar.
Fljótlega komum við að Helsingjaeyri. Þar stendur höll nokkur tilkomumikil við sjóinn. Við löggðum bílnum og tókum okkur smá labb í kringum höllina.
Þegar við vorum að ganga í átt að höllinni þá átta ég mig á því að þangað hafði ég komið áður, ekki í fyrra lífi þó. Fyrir ca. 9 árum, í minni fyrstu utanlandsreysu (já ég var...látum okkur nú sjá...tvítugur þegar ég kom fyrst til útlands). Þá var ég í för með þáverandi kærustu minni, Þyri, kvenskörungur og píanóleikari í háum gæðaflokki, og vorum við í heimsókn hjá systur og mági hennar, í Kaupmannahöfn.
Fyrir þá ferð var okkur ráðlagt að kaupa okkur sandala, því það væri varla verandi í dönsku sumri í lokuðum skóm. Við fengum okkur bæði sandala, Teva sandala.
Í gær, þegar það rann upp fyrir mér, er ég stóð fyrir framan höllina á Helsingjaeyri, að ég hefði komið þangað áður, þá varð mér litið á skóbúnað minn. Voru þá ekki Teva sandalarnir góðu einnig að koma í annað skipti til Helsingjaeyrar, bara ca. 9 árum seinna. Á sömu fótum.
Merkilegt!

Annars þá héldum við för okkar áfram, eftir göngutúr í kringum höllina. Við keyrðum lengra upp Sjáland, og skyndilega segir Stina "Hey! Söngkennarinn minn á sumarbústað hérna rétt hjá, eigum við að tjekka hvort hún sé heima?" Það var hún og maðurinn hennar líka, og buðu þau okkur í kvöldmat og áttum við frábært kvöld með þeim.
Svona getur það nú verið gaman að keyra "ud i det blå".

Engin ummæli: