20.10.06


Drykkjarföng
Það er þrír drykkir sem ég geri meira úr en öllum hinum drykkjunum.
Þessir þrír drykkir eru eftirfarandi:
- vatn
- kaffi
- bjór

Mér finnst vín er einnig afar gott, sé það gott þeas., en vínáhugi minn gengur í bylgjum, en hin heilaga þrenning er mér ávalt kær.
Þið hafið nú fengið nóg af kaffisögum, svo mikið að sumir eru farnir að kalla netluskrif mín um kaffi, þráhyggju.
Vatn er jú nauðsynlegt til að gera kaffi, og gott vatn er undirstaða góðs kaffis. Þessvegna hreinsa ég vatnið, í svotilgerðri könnu. Við þá hreinsun síjast t.d. kalk úr vatninu, en hérna í DK er ótrúlega mikið af kalki í vatni. Kalkið er eitur í æðum hennar Silviu litlu. Svo bragðast vatnið bara mun betur en ella.

En ástæðan fyrir þessu bloggi er eiginlega bjór.
"Mmmm...beer!" eins og Homer sagði.

Undanfarna daga hafa "tengdaforeldrar" mínir verið í heimsókn hjá okkur.
Þau fóru í bæjarferð í gærdag og slógumst, ég og Stina, í för með þeim þegar líða tók á daginn.
Á leiðinni heim þá var komið við á Nørrebro Bryghus. Við kolféllum öll sömul fyrir staðnum. Fínn bar, veitingahús á efrihæðinni (tjekkuðum þó ekki á matseðlinum), hugguleg stemmning og síðast en ekki síst, afar góður bjór. Að sjálfsögðu féll ég fyrir þeirra útgáfu af belgískum klausturbjór, og varð ég ánægður með það fall.
Við smökkuðum svona hjá hvort öðru, og allir bjórarnir voru barasta til fyrirmyndar.
Ég reikna með að við munum koma oftar við á þessum stað, og mæli eindregið með að þú, lesandi góður, geri slíkt hið sama, eigir þú leið um Kaupmannahöfn.
Burt af Strikinu, götu dauðans, og upp á Norðurbrú!

Engin ummæli: