2.10.06

Af slögurum
Síðan ég byrjaði að spila á píanó, 7 ára gamall, þá hef ég aldrei spilað slagara, svona týpískan píanó slagara. Slagari gæti t.d. verið "Für Elise" e. Beethoven, eða píanósónata nr.14 (Tunglskinssnónatan) eftir sama kappa. Reyndar man ég eftir að hafa spilað stefið úr öðrum kafla píanókonserts nr. 21 eftir afmælisbarnið Mozart, en það var náttúruleg ekki í upprunulegri útgáfu, því þetta var ekki allur kaflinn, og það vantaði eins og eina litla sinfóníuhljómsveit.
Þannig að ég hef aldrei spilað alvöru slagara, í hans fullorðins útgáfu.
Fyrr en nú!
Á miðvikudaginn á ég að koma með nóturnar að Tokkötu og Fúgu í d-moll eftir meistara J.S. Bach (jazzballettskóli Báru, eins og Tryggvi Baldvins kynnti hann) í orgeltíma. Kennaranum mínum fannst það tilvalið að ég kæmi með þetta verk, því það er ágætis framhald frá Prelúdíunni og Fúgunni í c-moll, sem ég hef verið að æfa.

En ég hef verið að velta þessari slagarafælni minni fyrir mér í dag, og hef einnig spáð í hvort þetta sé fælni sem margir aðrir upplifa.
Hvað finnst þér?

Engin ummæli: