23.9.06

Afsprengi
Shit!
Á morgun, sunnudaginn 24.09.06, er þáttur á Rás 1, sem heitir "Afsprengi". Ég þekki ekki þessa þætti, sökum þess að ég hlusta ekkert á íslenskt útvarp. Hlusta almennt ekki á útvarp. En hvað um það. Gestur þáttarinns er ég sjálfur.
Þannig var mál með vöxtum að hún Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari, framkvæmda-og útvarpskona, tók viðtal við mig þegar hún var hérna í Kaupmannahöfn á UNM-hátíðinni í haust. Þar átti ég eitt verk (eins og getið hefur verið áður hér nokkrum innsetningum neðar), og þar sem hún var útsendari frá Rás 1, þá tók hún viðtal við mig, og fékk upptöku af verkinu mínu, sem DR gerði, spilaða í "Hlaupanótunni".
Að viðtalinu.
Við settumst niður í eitt hornið á Den Sorte Diamant og hún spurði mig nokkurra spurninga.
Ég man ekki eftir að hafa sagt eitt orð af viti.
Þetta var reyndar mjög erfitt, því ég hef ekkert talað um músík, á íslensku, í mjög langan tíma, þannig að allur íslenskur orðaforði er rokinn í veður og vind. Ég sit meira að segja oft fyrir framan þessa tölvu og veit hreinlega ekki hvernig ég eigi að koma orðum að því sem ég vil segja. Þetta er afleyðing þess að hlutföllin á milli þeirra tungumála sem ég tala dags daglega er c.a. svona:
Íslenska 20%
Danska 80%
Svo var ég að skoða dagskrána fyrir morgundaginn á Rás 1, og sé að þátturinn er 50 mínútna langur!!! Vona að það verði spilaður hellingur af tónlist.

Engin ummæli: