10.8.06

Stórborgari
Og nú er þriðja borgin að bætast í safn þeirra borga sem ég hef búið í. Þessi borg er einnig sú stærsta sem ég hef búið í.
Kaupmannahöfn/Nørrebro eru nýjustu heimkynni mín. Við erum búiin að koma okkur vel fyrir í íbúðinni, og við erum afar glöð með lóðrétta veggina og allt rýmið. Við fórum úr 34 fm í 56 fm. Á milli stofunnar og svefnherbergisins er glerhurð (hurð með litlum gluggum í) sem gerir íbúðina afar lúxuslega og birtan flæðir um hallarsali Hamletsgötu 15.

Undanfarnir dagar hafa farið í að flytja og koma sér fyrir. Ove kom með flutningabílinn, eins og við reiknuðum með, og hann pakkaði svo vel að annað eins hefur aldrei sést. Menn sem hafa unnið alla sína ævi við sölu húsgagna veit hvernig á að stafla í svona bíla. Einnig fengum við góða hjálp góðra manna bæði við að flytja út og inn. Takk strákar! (svona ef þið lesið þetta)
En nú snýst mitt líf um að finna mér:
1. kirkju til að æfa mig í
2. vinnu
Skólinn minn, Kirkjutónlistarskólinn á Sjálandi, fyllir ekki marga tíma í dagatalinu mínu. Ég fer í bókleg fög á þriðjudögum, aðra hverja viku, og svo er orgeltími alla miðvikudaga frá kl.12-13. Annað var það nú ekki, þannig að ég ætti að geta fengið mér einhverja vinnu án þess að það komi niður á náminu. Þá er bara að finna eina slíka.
Það sem er þó mest merkilegast við þennan skóla, er að ég þarf að borga 2.700 kr fyrir árið. Öll þau 5 ár sem ég hef lært við konservatoríið, hef ég ekki borgað krónu í skólagjöld, þó svo það nám hafi verið mun viðameira. Merkilegt fyrirkomulag.

Og þá fór að rigna.

Engin ummæli: