11.8.06


J.R
Það er ekki mín áætlun að netla um Dallas, heldur um nágranna minn, J.R. Granninn hefur sama eftirnafn og kærasta mín, Schmidt.
Það hefur ekki hent mig oft, að ég sjái inn í framtíð annarra við það eitt að búa í stigagangi með allt annarri persónu, en það er óhugnanlega mikill samhljómur með granna mínum J.R. og einum afar kærum vini mínum.
J.R. spilar nefnilega á píanó, sem er ólíkt píanó míns kæra vinar, falskt. J.R. er sennilega milli sextugs og sjötugs. J.R. spilar einvörðungu klassískar píanóbókmenntir. Félagi minn kær spilar mest jazz, en á þó til að detta í sama spor og J.R. J.R spilar aðallega á kvöldin. Það heyrist afar vel í öllum stigaganginum það sem hann spilar. Ég er ekki pirraður á því, finnst það eiginlega bara mjög huggulegt. Hann á það líka til að blasta einhverjum píanó konsertinum eftir Mozart og félaga út yfir sitt næsta nágrenni, sem fær mann til að líða eins og ég búi í einhverju fjölbýlishúsi í smáþorpi á Ítalíu. Afar huggulegt.
Í gær var svo kominn auglýsing á sameiginlega korktöflu stigagangsins. Auglýsingin var prentuð á ritvél. Þetta er A4 blað, og á því stendur tónleikaprógramm. J.R. ætlar að halda tónleika 24. ágúst. Hann ætlar að spila þekktar perlur úr heimi píanóbókmentanna.
Ég sé fyrir mér líf míns kæra vinar, eftir svona c.a. 35-40 ár, í lífi J.R.

Engin ummæli: