25.8.06

Huggulegheit
Í bakgarðinum, við hliðiná mínum bakgarði, er í skrifuðum orðum jazztónleikar. Það er kirkjan, þar sem ég var nýlega ráðinn tenór í, sem stendur fyrir þessum tónleikum. Ég er að malla mér þann rétt sem hefur í gegnum tíðina verið minn uppáhalds réttur, svona þegar maður talar um hversdagsmat, spagetti bolognese. Ég veit ekki afhverju mér finnst hann svona góður, en þetta er eitthvað sem hefur hangið við mig síðan ég var lítill. Ég fann það stundum á mér, þegar ég var á leiðinni heim eftir t.d. lúðrasveitaræfingu, að mamma myndi hafa hakk og spaghetti í matinn. Mín gerð af þessum rétti er ekki alveg eins og mamma gerði, heldur er meiri tómatsósa í kjötinu, sem inniheldur beikon, sveppi, hvítlauk, gulrætur!, papriku og ýmis krydd.
Nágranninn er kominn út á svalir, með hitarann á, því það er farið að vera aðeins svalara (NB. við erum að tala um að það er ennþá mjög þægilegt að vera í skyrtu og stuttbuxum), og með rauðvínsglas sér við hönd.
Ég gleymdi að minnast á að ég er einn heima, sem getur verið afar huggulegt.
Huggulegheitin gætu ekki verið meiri!

Engin ummæli: