12.8.06


Dúfur
Þegar ég var lítill (og vitlaus eins og bróðir minn hefði sagt) þá fannst mér dúfur vera fallegir fuglar. Kommon! Það eru ekki margir fuglar bláir í íslenskri náttúru. Dúfur geta jú alveg haft annan lit, en þessi venjulega dúfa er blá.
Þessi dúfu hrifning mín gekk svo langt að ég prófaði að veiða þær lifandi. Systkini mín lugu að mér að dúfur þætti laukur góður. Svo ég hakkaði ein lauk eða sjö og setti í gildruna mína. Ég fékk ekki eina einustu dúfu.
Þegar ég flutti svo til Reyjavíkur þá fékk ég að heyra að dúfur væru "fljúgandi rottur" (var það ekki Hemmingway sem kom með þessa myndlíkingu?). Þær væru allsstaðar og bæru með sér allskonar óþverra.
Ást mín á dúfum fór minnkandi og í dag er þessi áhugi minn á dúfum alveg slokknaður.
Í gönguferðinni sem ég fór í áðan, sökum þess að ég læsti mig úti og þurfti að bíða eftir að Stina væri búin í söngtíma, sem fór fram í nýja óperuhúsinu í Holmen, sem er langt í burtu frá grænum völlum Nørrebro, sá ég tvær dúfur gæða sér á niðurtröðkuðum hundaskít.
Ég hefði betur prófað slíka beitu í gildruna mína.

Í umræddum göngutúr fann ég afar huggulega krá. Það sem gerir þessa krá huggulega er að hún er nánast við hliðiná blokkinni minni, hún hefur ágætis úrval af flöskubjór (kráar eigandi vill meina að hann bjóði upp á 60 mismunandi bjór á flöskum) og staðurinn lítur afar danskur út. Ekkert verið að hugsa um nýjar fansí innréttingar eða slíkt. Bara þykk eikarborð og langir bekkir meðfram veggjum. Staðurinn heitir Café Viking. Hlakka til að gæða mér meira á þeirra gleðitárum.
Í dag smakkaði ég bara A-Z Ale no. 16. Hef smakkað hann áður og er afbragðs mjöður.

Engin ummæli: