3.8.06

Borgarkveðja
Mig minnir að titillinn á þessari netlu sé einnig titill á verki eftir Guðmund Hafsteinsson. Passar það, þið tónfróðu lesendur?
En tilurð titilsins er tilkomin sökum brottflutnings míns frá þeirri ágætu borg Árósar. Stefnan er tekin á þá einnig ágætu borg Kaupmannahöfn. Það mun gerast næstkomandi laugardag.
Íbúðin er sett í stand, m.ö.o. máluð og þrifin. Það fóru c.a. 2 sólahringar í það, og má segja að ef hjálp Helgu, "tengdó", hefði ekki notið við þá hefðum við sennilega ennþá verið að. Hún er sú atorkumesta manneskja sem ég hef hitt. Svo ætlar Ove, "tengdó", að koma á flutningabílnum frá Grenå og flytja alla okkar búslóð á laugardaginn. Ég hef kærastað mig inn í afar góða fjölskyldu!

Seinna í þessum mánuði mun ég svo hefja nám í Kirkjutónlistarskólanum á Sjálandi. Praktískt!

...ég hringi síðar...

Engin ummæli: