12.6.06


slurp
Loksins er byrjað að selja skyr hérna í Árósum. Nágranni minn, sem býr í sama stigagangi og ég, vinnur í heilsubúð hérna rétt hjá. Ég kom við hjá henni í búðinni og sá að þau höfðu mjólkurvörur frá Thise, en ekkert skyr. Svo ég benti henni á þessa nýju vöru, og hún pantaði skyr "med det samme". Ég var í búðinni á föstudag, og skyrið kom í búðina núna í dag (mánudag). Að sjálfsögðu er ég búinn að kaupa og borða, og mikið er nú gott að fá smá skyr. Ég man að ég var kominn með upp í háls áður fyrr, af skyri, en núna var ég farinn að sakna þessa holla réttar.

Þannig að ef þú ert búsettur í Árósum og lest þetta, þá er skyr selt í Ren Kost í Jægergårdsgade.

Verði ykkur að góðu!

Engin ummæli: