11.6.06

Skilafrestur
Mikið er nú gott að sjá fyrir endann á mikilli vinnutörn! Mér þykir svo gott að geta séð fyrir endann á þessum ritgerðasmíðum mínum að ég er búinn að panta sunnudagsmat frá uppáhalds Gríska veitingastaðnum mínum (maður fær góðan og hollan mat undir 100 krónum) sem jafnframt er elsti Gríski veitingastaðurinn í Árósum (var stofnaður sama ár og ég fæddist, 1978) og svo ætla ég að horfa á fótbolta kl.21, með góðri samvisku. LJÚFT!!!
Málið er nefnilega að ég á að skila 2 ritgerðum til að meiga klára 4. ár í tónfræði. Ekki að ég sé eitthvað að deyja úr spenningi í þessari tónfræði, en á sínum tíma hélt ég að þetta væri praktískt nám, en komst svo að því að ég hef ENGAN áhuga á að kenna tónfræði. Tónfræði er nefnilega svona kjaftafag, þeas. þegar þú ert kominn yfir það að læra hvað nóturnar heita og hvernig G-dúrs þríhljómur lítur út á nótum.
En já, ég var farinn að minnast á þessar blessaðar ritgerðir. Í rauninni á maður að gera 3 stór verkefni á þessum 4 árum í tónfræði. 2 bla bla ritgerðir og svo 1 æfingu í einhverjum stíl, ásamt greinagerð. Ég hafði gert margar stílæfingar á Íslandi í tónfræðideildinni þar, svo ég fékk þær bara metnar. En helv...ritgerðarnar mátti ég ekki sleppa við.
Þannig að undanfarna 2 mánuði hef ég verið að baksa við 1 ritgerð...já EINA FÖKKING RITGERÐ!!! Ég hef aldrei verið sérlega klár í ritgerðasmíðum. Í rauninni gerði ég örfáar ritgerðir á menntaskólaárum. Fékk mikla "hjálp" frá mér eldri systkinum...hehemm...en hvað um það. Svo hóf ég að gera ritgerð um tónlist á 20. öld sem byggir á tilvitnunum. Spennandi verkefni, en algjör pína að skrifa um í samráði við kennarann minn, því hann er fluguríðari eins og það kallast á dönsku. Hann elskar að velta sér upp úr skilgreiningum og fínum orðum og bla bla. Ekki ég.
Önnur ritgerðin mín átti svo að vera 3 vikna ritgerð, þar sem ég fæ uppgefið umfangsefni frá kennaranum mínum og svo á ég að gera ritgerð um það. Við fundum reyndar upp á efni í sameiningu, þannig að þetta er alveg spennandi. Verkefnið er samanburðargreining á hljóðfæranotkun 4. sinfóníu Brahms og 6. sinfóníu Tsjækofskíjs. Ég greini bara 1. kaflana í þessum verkum, þar sem af nógu er að taka, og ritgerðin má ekki vera meira en 20 síður.
Nema hvað að ég var ekki búinn með fyrri ritgerðina þegar ég fékk þetta verkefni. Og ég tók c.a. 1.5 viku af þessu 3 vikna verkefni í að klára þá fyrri. Þannig að ég hef nú verið að baksa saman þessari síðustur ritgerð á c.a. einni og hálfri viku. Ofaní allt annað, t.d. loka tónleika Stöku (kórinn sem ég stjórna), messusöng í kirkjunni minni, afleysingar í dag sem organisti í kirkju rétt hjá Skanderborg og ýmislegt annað.
Ég á að skila á þriðjudaginn...og á miðvikudaginn fer ég í inntökupróf í "einleikara deildina" í tónsmíðum í konsinu í Kaupmannahöfn.
Mikið hlakka ég til miðvikudagskvöldsins...kannski maður bara detti í það þá! Ertu "game"?

p.s. afsakið leiðinlega færslu! ég er farinn út að ná í matinn minn...er svangur...lofa að skrifa ekki skrifa á fastandi maga næst.

Engin ummæli: