18.6.06

Sextíu mannsár
Í dag hefur ástkær móðir mín lifað í 60 ár. Mér finnst það vel að verki staðið hjá kellu.

Í gær fagnaði ég þjóðhátíðardegi Íslands með dönskum vinum. Ég og Stina héldum eina af okkar sívinsælu pizza veislum. Við tökum hráefnið með okkur, hráefni í mjög svo ítalskar pizzur, og "gestgjafinn" leggur til ofninn. Og í þetta skiptið bauð gestgjafinn einnig upp á alveg hreint frábær rauðvín. Ég hef aldrei drukkið svo mikið af góðum og ólíkum rauðvínum. Og í gærkvöldi fékk ég það sannað að ef maður bara drekku góð rauðvín þá leggjast þau ekki illa í mann, og timburmenn fá frí daginn eftir. Gestgjafinn er Per, vinnuherbergisleigusali minn, og Maria, mezzo sópran. Góð "veisla" í góðum félagsskap. Ég og Per sungum svo þjóðsönginn, upp úr háskólasöngbók þeirra dana. Ég sá einnig um meðleikinn. Skemmtilegur bassa dúett.

Á þriðjudaginn fer ég svo í síðasta prófið mitt. 4.árs lokapróf í tónfræði. Ef ég stenst þá er ég orðinn "musiklærer". Hef ekki hugmynd um hvaða réttindi sá titill veitir mér. Prófið felst í því að ég fæ að heyra einhverja músík, ásamt því að ég fæ nóturnar að henni, og svo á ég að halda fyrirlestur um þessa músík í 45 mín. Ætli það sé ekki bara best að ég drekki einn bjór eða svo á undan prófinu. Það ætti allavegann að mýkja aðeins málbeinið..."og stemningen bliver meget hyggeligere".

Engin ummæli: