30.6.06


Dagur hinna mörgu jakka
Það er hreinlega yndislegt að vera komin til Íslands.
Ég er búinn að fá hverja Íslandsfullnæginguna á eftir annarri í dag. T.d. er ég búinn að borða flatbrauð og hangikjöt, skyr (bæði naturel og bláberja), fara í sund (vestubæjarlaugina), búinn að fá fullt af góðu lofti (með rigningu og roki), búinn að borða gráðaost á rúgbrauð (hið íslenska rúgbrauð er eins og súkkulaðiterta miðað við hið danska, það er svo sætt!) og búinn að kíkja aðeins í miðbæ Reykjavíkur. Dejligt!
En í miðbæ Reykjavíkur gerði ég þau ótrúlegustu kaup sem ég hef nokkurntímann gert. Ég keypti mér tvo jakka! Einn var frá 66 gráðum norður, og hinn var úr "second hand" búðinni Spútnik. Sá fyrsti er útivistarjakki (sjá mynd hér til hliðar), afar fínn. Annar jakkinn er hreinlega sá jakki sem ég hef leitað að í allri Árósaborg, og ekki fundið. Ég fór í hann og hann hreinlega bara hrópaði á mig "Stefán! Ég er passa þér fullkomlega. Þú ert minn næsti eigandi. Kauptu mig!!!) Ég keypti hann. Hann var ekkert sérlega dýr. Fyrri jakkinn var sérlega dýr. En "Tax Free" hjálpar aðeins upp á bókhaldið.

Engin ummæli: