14.5.06

Síðan síðast...
...hefur ýmislegt gerst í mínu lífi. Hér kemur smá listi yfir það:
- ég er búinn að syngja í söngkvartett á tónlistarhátíð
- ég er búinn að stjórna mínum fyrstu alvöru tónleikum
- ég er búinn að stjórna verki eftir sjálfan mig á tónleikum
- ég er ekki búinn með ritgerðina sem ég á að skila þann 23.maí
- ég fór á tónleika með Mezzoforte
- ég er búinn að fá nýtt vinnuherbergi og flytja í það
- við erum búin að fá íbúð í Kaupmannahöfn að Hamletsgade 15

iPoddinn minn er veikur og hefur verið laggður inn til skoðunar. Ég vona að hann deyji svo ég fái nú splunkunýjan.

Vorið í Danmörku skartar sýnu fegursta þessa dagana. Ég er kominn í stuttbuxurnar og stuttermabol og tek á móti vorinu fagnandi.

Engin ummæli: