19.5.06


Loksins, loksins!
Nú hefur Thise mjólkurbúið hafið framreiðslu á skyri, íslensku eðal skyri. Og varan heitir líka skyr, ekker rugl á dönum.
Foreldrar mínir borða skyr í hverju einasta hádegi. Það gerði ég líka þegar ég bjó heima. En eins og svo margt annað, þá verður maður leiður á því til lengdar. En síðan ég flutti til DK þá hefur áhugi minn á að fá skyr, aukist til muna. Ég hlakka mikið til að opna fyrstu skyrdósina og hræra mér gott, þónokkuð súrt, skyr, og hafa rjómabland með...mmm.

Engin ummæli: