21.5.06

Kirkjan og fólkið
Áðan var ég að spila í 2 messum sem afleysingarmaður fyrir kunningja minn. Kirkjurnar voru einni tvær og hafa báðar ágætis orgel að glamra á. Mér finnst gaman að spila í messu.
En ástæða fyrir þessu netli er fjöldi kirkjugesta. Í fyrri messunni sem var kl.09.00 voru 3 kirkjugestir, og svo 4 starfsmenn. Það voru s.s. presturinn, kirkjusöngvarinn, kirkjuvörðurinn og svo ég. Í allt vorum við 7, sjáanleg, í kirkjunni.
Í seinni messunni mætti 1 kirkjugestur. EINN! Starfsmenn voru aftur samtals 4.
Er ekki kominn tími til að annaðhvort loka ríkiskirkjusjoppunni eða að hrista verulega upp í þessu? Þá á ég ekkert endilega við að öll músík þurfi að vera hallærsilegt gospel sungið af hvítbleikum svínétandi dönum (tja eða hvítbleikum íslendingum) eða einhver poppismi á ferð. Það má bara færa hið talaða mál og músík nær okkar samfélagi á einhvern hátt. Sumir prestar geta þetta, en ég held að það séu alltof margir prestar sem eiga ekki möguleika.
Ég er allaveganna hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Húsin eru góð, en innihaldið er oft jafn spennandi og að horfa á brauð bakast.
Áfram kristmenn krossmenn!

Engin ummæli: