1.5.06


I remember...
Á fimmtudaginn byrjar tónlistarhátíð hér í borg. Hátíðin kallast Spor og á henni er eingöngu spiluð nýlega samin tónlist. "Nýlega" þá meina ég á síðustu 50 árum.
Á fimmtudagskveldið mun söngkvartettinn Sinus, þar sem ég er bassinn, syngja tvö verk. Það eru verkin "Six Geometries" eftir Alvin Lucier og "You" eftir Andrew Hamilton. Á þessum tónleikum verður svo verkið "I remember" eftir áðurnefndan Alvin Lucier flutt. Það er ástæðan fyrir þessu netli.
Þetta verk er örugglega ansi skemmtilegt áheyrnar. Það er líka gaman að "syngja" í því.
Verkið er fyrir raddir. Hver einstaklingur er með hlut sem "resónerar" og er lokaður í annan endann, t.d. blómavasi, stór skál osfrv. Verkið hefst á því að "kórinn" heldur þessum hlutum fyrir framan munninn á sér (best ef hlutirnir hylja allt andlitið) og byrja að syngja, frekar veikt, ofan í þá, á sérhljóðanum "Ú". Svo á hver og einn söngvari að finna þá tónhæð þar sem hluturinn "resónerar" mest. Þetta fer fram með löngum líðandi tónum. Svo þegar maður hefur fundið þennan "resónans" tón þá á maður að renna hægt og rólega af og á þann tón. Það myndast margir spennandi hljómar, og svo þegar einn hittir á "resónans" tón þá hljómar sá tónn aðeins hærri en hinir. Þetta myndar afar athygliverðan hljóðheim.
En þetta er ekki nóg. Hver og einn söngvari á að lesa upp nokkrar setningar sem eru minningarbrot úr lífi þeirra. Setningarnar eiga að vera á ensku, en við höfum þetta bæði á ensku og dönsku. Dæmi um setningu gæti verið "I remember when my best friend hit me in the face". Eftir að maður hefur sagt eins setningu þá bara heldur maður áfram að syngja og leita að sínum "resónans"tóni. Voða gaman.
Verkið getur verið eins langt og við viljum, og það getur verið flutt af eins mörgum og þú vilt. Þó er lágmarskstærð c.a.15 manns.
Tónleikarnari verða haldnir í Sct.Pauls kirkju (kirkjunni minni) og hefjast þeir kl.22.
Spennandi tónleikar.

Aðrir spennandi tónleikar eru tónleikar kórsins sem ég stjórna, Staka. Við munum halda tónleika á sunnudaginn, þann 7.maí kl.15, í Frederiks Bastionen í Kaupmannahöfn. Þar syngjum við aðallega íslenska, og að mestu leyti nýlega, músík. Yfirskrift tónleikanna er "Ást að vori". Sjá meira hérna.
Endilega mætið ef þið getið.

Engin ummæli: