21.5.06

Evróvisjón
Á bloggsíðum þessa dagana hefur ekki verið um annað skrifað en gengi Silvíu Nætur og Evróvisjón. Þannig að ég verð að taka mig á og fylgja straumnum.
Sem barn þótti mér gaman að Evróvisjón. Öll fjölskyldan var saman komin og við borðuðum laugardagsmat, yfirleitt pítsa eða pylsur. Svo sáum við showið. Spáðum í hver myndi vinna og þetta sem maður gerir þegar maður sér Evróvisjón. Eftir að ég fluttist að heiman hef ég verið í einu Evróvisjón partýi, og það var bara gaman. Missti reyndar af Mezzoforte tónleikum, en úr þeim missi bætti ég úr um daginn.
En undanfarnar keppnir hefur mér verið nokkuð sama um hvort ég hef séð þetta eður ei. Mér finnst asnalegt að keppa í tónlist.
Núna í kvöld sá ég síðustu lögin. Ég náði í endinn á Finnska laginu og kaus því það. Lögin sem komu á undan heyrði ég ekki, og lögin sem voru á eftir voru ekki nema til að hlæja ennþá meira að. Mér finnst þessi finnska framkoma vera frumleg á Evróvisjónskum mælikvarða og mér finnst þetta aðeins hrista upp í þessari keppni, og ekki veitir af. Því að mínum mati ætti að slökkva ljósin í loka Evróvisjón bankanum. Þetta er eitt af því furðulegasta tónlistarfyrirbæri sem finnst...fyrir utan heimsmeistaramótið í harmóníkuleik.
Hver er tilgangurinn með þessari keppni? Afhverju er verið að eyða aurum skattborgara í þetta? Hvert er menningarlegt gildi þessarar keppni?
Ég stend á gati, og nenni ekki að skrifa meira um þessa "lágkúrulegustu tónlistarhátíð heims" eins og Knúturinn orðaði svo vel.

Engin ummæli: