6.4.06

Home alone
Þessa dagana er ég grasekkill. Unnustan er í fjarlægum bæjum að syngja, eins og fyrri daginn. Nú er bærinn ekki lengur Københavnstrup eða Óðinsvé, heldur sá merki bær Skjern.
Ummæli um Skjern:"Skjern er helmingi dauðari en Fossvogskirkjugarður, og helmingi minni" (þýtt og staðfært af undirrituðum).
10 hvert ár er blásið lífi í Skjern Óperuna. Allur bærinn er með. Sviðið er gígantískt og það eru atvinnumenn í öllum stöðum, öðrum en sönghlutverkum. Gott mál fyrir þá nema sem fá tækifæri til að vera með.
Í ár er það "Samson og Dalila" eftir Saint Saens á dagskránni.
Stina syngur Dalilu.

Nú er kórverkið handa Universitetskórnum að skríða saman. Veit ekki með það...allavega mjög "minimalskt" og hreint. Spennandi að heyra útkomuna.

Gengur samt erfiðlega með að byrja á ritgerð um "tilvitnana" tónlist (citat/collage tónlist). Á sennilega að skila 1.maí og er ekki byrjaður. Maximum 25 síður. Júbbí!!!

Engin ummæli: