22.4.06

Meira um mikilmennskuna
Sumardagurinn fyrsti
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi, nú 19. til 25. apríl, en 9. til 15. apríl í gamla stíl fyrir 1700. Um fyrsta sumardag er getið þegar í elstu heimildum. Vikan var helsta tímaeining í gamla íslenska tímatalinu, og kann það að valda nokkru um að nafn fyrsta sumarmánaðar, hörpu, er ekki þekkt fyrr en frá 17. öld.

Nafnið virðist dregið af vorhörkum, en síðar tengist það öðrum persónugerðum mánaðaheitum og er þá litið á Hörpu sem yngismey sem piltar eiga að fagna á fyrsta degi. Sumarblóta er lítillega gerið í frásögnum af heiðnum sið. Þótt heimildir séu fámálar er líklegt að Íslendingar hafi alltaf haldið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum. Sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir. Ekki var unnið nema nauðsynjastörf eða táknræn sumarstörf, og hafa börn nýtt daginn til leikja. Víða var messað á sumardaginn fyrsta til miðrar 18. aldar en húslestrar héldust mun lengur. Samkomur hefjast í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Eftir aldamót tengjast þær ungmennafélögunum, en frá þriðja áratugnum hefur dagurinn verið helgaður börnum með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarfi. Fyrsti „barnadagurinn" var í Reykjavík árið 1921. Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomu, og er meðal annars talið vita á gott ef sumar og vetur „frýs saman" aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar maður sá fyrsta tungl sumars átti hann að steinþegja þar til einhver ávarpaði hann. Úr ávarpinu mátti lesa véfrétt, og hét þetta að láta svara sér „í sumartunglið".
Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson, 1996

20.4.06

Nýjasta nýtt
Í dag kláraði ég að semja verkið "Torden" (þruma/þrumur). Ég hætti við sítrónu-laxa verkið, og samdi við annan texta í staðinn. Hér er hann:

Torden, har jeg hørt, kan vække de døde,
men ikke i aften!

Du har taget dit tøj af, og ligner en skitse
til fremtiden. En solsort i birken under vinduet
ved ikke, at den ikke har en chance.

Tordenskyernes sorte regnarme
fanger den.

Også du bliver helt våd.

----------------------------------
Skáldið heitir Jens Carl Sanderhoff. Vinsamlegast ekki stela þessu án hans leyfis.

Þið hafið kannski auga með vinsældarlistunum næstu dagana...verkinu er spáð miklum vinsældum!
Mikilmennskubrjálæði
Á meðan að margur danskurinn er farinn að lengjast eftir alvöru vori, þá fæ ég sms frá Íslandi þar sem mér er óskað gleðilegs sumars!?!
Þessi íslenska þjóð.

12.4.06


South Park
Cartman: "Hey guys, do you know what Jewish woman boobs are called?...Jebs."

7.4.06

Tindastelpur
Frá því ég fæddist og fram til 17 ára aldurs bjó ég í einu húsi. Það hús byggði karl faðir minn á sínum æskuslóðum. Þegar hann var lítill þá kallaðist þetta svæði "Melarnir". En í dag heitir þetta bara Hlíðargata. Húsið er númer 24 í röðinni. Gatan er í kaupstað sem heitir Neskaupstaður, og liggur við fjörðinn Norðfjörð.
Áðurnefnt hús stendur upp á smá hól og er efst í bænum, þannig að útsýnið þaðan er afar gott. Úr elhúsglugganum og þeim gluggum sem snúa frá götunni sér maður upp í fjallið sem gnæfir yfir bænum. Úr gluggunum sem vísa að götunni sér maður yfir allan fjörðinn og þeim fjöllum og dölum sem honum fyljga. Eftir að hafa búið í blokkum og húsum sem ekkert útsýni hafa þykir manni meira og meira vænt um þetta útsýni sem Hlíðargata 24 hefur.
Margan rigningardaginn sat maður inni í stofu, með einhverja plötu á fóninum horfði yfir í Búland. Búland er fjallið sem er hinumegin við Norðfjörð. Það eru allavega þrjú tröll sem sofa ofaná Búlandi, og enn fleiri eru þar standandi. Ég lék mér oft að því að láta punktana í auganu (þá sem maður sér ef maður fókuserar ekki á eitthvað sem er fyrir framan þig...) hoppa ofan á þessum tröllum.
Það er allt of langt síðan ég hef komið heim.

En ástæðan fyrir þessu netli er að ég rakst inn á netlsíður hjá stúlkum tveim sem bjuggu einu sinni í næsta húsi fyrir utan Hlíðargötu 24.
Þegar ég var lítill þá bjuggu mægðurnar Halla og Erla í þessu húsi. Þetta er stórt steypuhús, með 2 íbúðum. Það er voldugt. Það var alltaf góð lykt í því. Halla og Erla bjuggu á efri hæðinni, en enginn í þeirri neðri.
Þegar maður fór með mömmu í heimsókn yfir til Höllu og Erlu, þá fékk maður stundum svona djúsfrostpinna, á meðan að þær drukku kaffi og reyktu kannski eina sígarettu. Ég man að mamma reykti Kent og Halla reykti svona brúnar langar sígarettur. Hétu þær ekki More? Bollarnir voru grófir keramikbollar og Halla hafði hvítt hvítt hár. Hún hét reyndar Hallbera. Flott nafn.
Erla og Halla höfðu viðurnefnið "á Tindum". En Tindar er hús sem stendur einnig við Hlíðargötu, bara aðeins fyrir innan nr.24. Ég er ekki alveg nægilega klár í ættfræðinni eða sögunni, en þær hljóta að hafa búið þar á sínum tíma.
En svo þegar þær fluttu í húsið fyrir utan nr.24 þá fór fólk einnig að kalla það Tinda. Einhversstaðar hef ég séð Tindar II á lista yfir húsanöfn.
Svo þegar ég var c.a. 8 ára eða svo þá fluttu Halla og Erla til Reykjavíkur.
Það kallaði í nýja íbúa. Og nú var búið í öllu húsinu. 2 fjölskyldur. Og 2 litlar stelpur. Bjarney og Jónína. Þær léku sér mikið þarna í kring, og stundum komu þær og spurðu hvort ég vildi leika, þrátt fyrir að ég var nokkuð eldri.
Í dag eru þær menntaskólapíur og blogga báðar tvær. Í mínum augum eru þær ennþá bara litlu nágrannastelpurnar.
Þær eru komnar á nobbarahlekkjalistann.

6.4.06

Home alone
Þessa dagana er ég grasekkill. Unnustan er í fjarlægum bæjum að syngja, eins og fyrri daginn. Nú er bærinn ekki lengur Københavnstrup eða Óðinsvé, heldur sá merki bær Skjern.
Ummæli um Skjern:"Skjern er helmingi dauðari en Fossvogskirkjugarður, og helmingi minni" (þýtt og staðfært af undirrituðum).
10 hvert ár er blásið lífi í Skjern Óperuna. Allur bærinn er með. Sviðið er gígantískt og það eru atvinnumenn í öllum stöðum, öðrum en sönghlutverkum. Gott mál fyrir þá nema sem fá tækifæri til að vera með.
Í ár er það "Samson og Dalila" eftir Saint Saens á dagskránni.
Stina syngur Dalilu.

Nú er kórverkið handa Universitetskórnum að skríða saman. Veit ekki með það...allavega mjög "minimalskt" og hreint. Spennandi að heyra útkomuna.

Gengur samt erfiðlega með að byrja á ritgerð um "tilvitnana" tónlist (citat/collage tónlist). Á sennilega að skila 1.maí og er ekki byrjaður. Maximum 25 síður. Júbbí!!!

3.4.06

Low Batteri
Í dag er mánudagur. Batteríin eru lág. Fallið úr sæluvímunni er hátt.
Æfingarhelgin var frábær. Ég held ég hafi aldrei skemmti mér eins vel.
Á föstudaginn komu flestir úr kórnum til Árósa. Eftir að þau voru búin að koma sér fyrir í lélegum húsakynnum Færeyingafélagsins, og smá pítsuát, héldum við litla æfingu. Huggulegheitin ein. Svo fórum við á barinn.
Á laugardagsmorgninum kom restin af kórnum. Svo var æft í Helligåndskirken allan daginn. Mikið rosalega er gaman að stjórna svona góðum kór í svona góðum hljómburði! Hreinn unaður.
Eftir langa æfingu fórum við svo út að borða á Sct. Olufs. Maturinn þar klikkar ekki og við fengum sér herbergi útaf fyrir okkur. Eftir að við vorum búin að borða fórum við "heim" í Færeyingahúsið. Þeir eru með bar á neðri hæðinni, sem var opinn, og áttum við að syngja fyrir gestina. Nema það voru ekki neinir gestir þegar við komum, þannig að ég settist bara við píanóið og við fórum að syngja hina ýmsu slagara. Klukkan var c.a. 23. Ég hætti að spila kl.01. Var þá búinn að fá mikið af rokkviskíi (Jack Daniels) og farið að blæða úr fingrunum á mér. Ég ákvað þó að vera skynsamur og fara heim og fá mér smá svefn.
Ég vaknaði kl.7, og eftir 2 Panodil og langt bað, var ég klár í slaginn.
Við sungum í messu kl.10.30 í Helligåndskirken, sumir úr kórnum bara búnir að sofa í nokkra tíma (já sumir héldu áfram...ungt og efnilegt þetta fólk!). Við sungum Maríumúsík þar sem þetta var boðunardagur Maríu. Við sungum "Haustvísur Máríu" e. Atla Heimi Sveinsson og "Ég vil lofa eina þá" e. Báru Grímsdóttur. Ætli það hafi ekki bara verið einhverjir "rytmískir fordómar", en þeir eru á bak og burt. En hækkunin er nú samt alltaf svolítið hlægileg. EN! Algjörlega nauðsynleg, því annars væri þetta svolítið þreytt í öllum þessum versum.
Þetta gekk allt saman vel og fólk var ánægt.
Kl.14 héldum við svo tónleika. Ég auglýsti tónleikana með aðstoð tölvupósta og sms-a. Það bar svo mikinn árangur að það mættu 4! En þeir voru 4 glaðir sem fóru úr kirkjunni eftir c.a. klukkutíma langa tónleika. Mér fannst gaman að debútera sem kórstjóri. Eiginlega barasta alveg hrikalega gaman. Held ég sé orðinn húkt á þessu.
Ég sagði bless við kórinn minn kl.17.30 og fór svo á kórtónleika með GAIA. Kórhóra gæti maður sagt.

Mikið hlakka ég til kóræfingarinnar á morgun.