17.3.06


Stefáns Bøfhus
Stundum þegar ég er einn heima þá finnst mér afar gott að leika að ég sé kokkur á Jensens Bøfhus. Ég set á mig svuntuna sem mamma gerði handa mér fyrir nokkrum árum (hún er köflótt og er stillanleg) og steiki mér steik. Þetta byrjar nú allt með því að ég tölti mér yfir til slátrarans góða. Tja...góður er hann nú kannski ekki. Matvælaeftirlitið gaf honum einu sinni "ekki alveg broskall" og í næsta skipti þeir komu þá gáfu þeir honum "fýlukall". En hvað um það...
Ég s.s. tölti mér yfir til slátrarans og kaupi mér steik. Svo fer ég í Føtex, sem er gengt slátraranum og kaupi mér ofnkartöflur. Þær getur maður bara sett beint í ofninn, án þess að þurfa að þrífa og skera. Auðvelt.
Svo kaupi ég einnig Jensen Bøfhus sósu. Maður getur valið um nokkrar tegundir sósna (já Daníel, ég stend með þér í þessu) og yfirleitt verður viský eða piparsósan fyrir valinu. Það er svo sniðugt með þessa sósur að maður hellir innihaldi flöskunnar í pott, og fyllir svo flöskuna aftur af rjóma og blandar við sósuþykknið, helst 38% rjóma segir á flöskunni, og blúbbs! þú ert kominn með ljúffenga sósu.
Svo fer ég heim, baka kartöflurnar í ofninum, hita sósuna, steiki kjötið, og blúbbs! (já aftur) ég er kominn á steikhús Stefáns. Jens er farinn í frí og ég redda þessu sjálfur.
Nú gætu sumir spurt, afhverju ferðu ekki bara á Jensens Bøfhus? Sjáðu nú til, Jensens Bøfhus er eins og McDonalds. Fullt af fólki (yfirleitt með slatta af krakkaskröttum með sér) og maður fær ekkert spes þjónustu, né kjöt. En sósurnar þeirra eru góðar!

Jæja, þá ættu kartöflurnar rétt að vera tilbúnar, þannig að tími er kominn á að steikja kjötið.
Verði mér að góðu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

veldig interessant, takk

Nafnlaus sagði...

Hvar fær maður þessar sósur á Íslandi