20.3.06


sjö ellefu
Þar sem ég bý er urmull af góðum matvörubúðum. Gourmet matvörubúðum. Ég hef netlað um það áður, en þar sem að ég er hobbiti þá finnst mér aldrei leiðinlegt að tala um mat, eða borða hann.
Emmerys hefur t.d. upp á frábært maltrúgbrauð að bjóða og góðar kaffibaunir sem þau brenna sjálf. Einnig eru vínin hjá þeim góð og bara allt í búðinni er gott, nema verðlagið. Það er aldrei gott, bara hátt.
Schweizerbageriet státar yfir góðu brauði, eins og góð bakarí gera. Þau fengu 1. verðlaun í keppninni "Besta sérbrauð í Danmörku". Einnig er þjónustan hjá þeim góð.
Byens Ost er afar góð ostabúð. En eins og í Emmerys er verðið himinhátt.
Svo hef ég Føtex sem er góð matvöruverslun.
Slátrarinn á horninu stendur sig líka sæmilega, þrátt fyrir að hafa fengið nokkra fýlukallastimpil í kladdann.
En nú kemur ástæðan fyrir þessu netli.
7-eleven, ameríska sjoppukeðjan alræmda, er einnig í næsta nágrenni (ská á móti kirkjunni minni). Þessari búllu, af öllum bakaríum sem ég hef að velja úr, tekst að búa til frábær croissant. Og stundum eru þau á tilboði, 2 fyrir 10 kr. Hættulegt og ljúft.
Ég tileinka þetta netl 2 croissant, úr umræddri sjoppu. Þau urðu munni og magasýrum mínum að bráð. Herlegheitunum skolaði ég niður með cafe au lait, frá ástinni minni, Miss Silvia...Miss Silvia Rancilio.

Engin ummæli: