16.3.06

Orð og hljómar
Ég er einn af þeim sem aldrei man texta að dægurlögum. Ekki einu sinni þeim lögum sem ég hef heyrt ótrúlega oft. Það er eins og að heilinn í mér sorteri orðin frá og taki bara hitt inn. En aftur á móti tek ég eftir ýmsum "núönsum" í laginu (ef þeir eru til staðar) og skemmtilegum hljómagangi oþh.
Nema hvað að eftir að ég eignaðist iPoddarann (svo ég steli nú nýyrði frá Hildigunni) þá hlusta ég meira á tónlist í heyrnatólum (headphones). Það gerir það að verk(j)um að texti laganna sígur frekar inn í hausinn á mér en áður. Þannig að nú er eins og ýmis lög fái annað gildi fyrir mér. Að sjálfsögðu gera þau það, þetta er eins og að fatta að brauð hefur áferð sem og bragð.
Um daginn varð ég gripinn af þessum línum úr laginu "Vent på mig" með "Det brune punktum" úr myndinni "En kort, en lang":

Når alting sejler
Så er det flot at ha' et sejl
Når alting fejler
Så er det godt at ha' en fejl
Når alting stejler
Så er det bedst at ha' en hest
Kom lad os sammen ride
Til livets store fest.
...............
Når verden smelter
Så er det godt at ha' en kop
Når sjaelen laenges
Er det i top at ha' en krop...

Leyfir ykkur um að stauta ykkur fram úr þessu.

Engin ummæli: