31.3.06

Einstök æfingahelgi í Árósum
Á eftir koma 11 meðlimir kórsins Stöku hingað til Árósa og snemma í fyrramálið bætast nokkrir við hópinn. Allt þetta fólk ætlar að eyða helginni í að syngja á kóræfingum. Í kvöld verður stutt æfing, á morgun verður LÖNG æfing og á sunnudaginn syngjum við í einni messu og litla tónleika. Allt þetta fer fram í Helligåndskirken.
Hlakka mikið til að syngja góða músík með þeim. Reyndar mun ég gera meira af að veifa höndunum en að syngja, ekki vegna þess að ég er spastískur einstaklingur með athyglisbrest, heldur vegna þess að ég er kórstjórinn þeirra.
Þessir tónleikar á sunnudeginum eru debut-tónleikar fyrir mig sem kórstjóri. Spennandi að sjá/heyra hvernig það mun ganga.

Engin ummæli: