27.2.06Stina v/s Dina
Kærastan mín heitir Stina.
Nokkuð þekkt sjónvarps-, leik-og söngkona, og ekki kærastan mín, heitir Dina, og er hún með sjónvarpsþátt á DR2 á fimmtudögum sem heitir "Dinas Date". Fínn þáttur.
Þessar næstum nöfnur eru ótrúlega líkar. Stina hefur oft verið spurð hvort hún sé ekki þessi þarna í sjónvarpsþættinum.
Nema hvað að um daginn þá var Stina að syngja með áður umræddri hljómsveit TV-2 í Vega í Kaupmannahöfn. Eftir að hún var búin að syngja og skipta úr vinnugallanum yfir í sín venjulegu föt, skellti hún sér í þvöguna og stóð og hlustaði á restina af tónleikunum. Við erum að tala um að það voru sennilega í krinum 3-4000 manns á þessum tónleikum. Stina lítur í kringum sig og sér þá að hún stendur næstum við hliðiná þessari Dinu. Þær kíkja á hvora aðra og hrökkva í kút. Stina forðaði sér.

Engin ummæli: