20.2.06


Orgvélaverkir
Í dag verkjar mig í hægri úlnliðinn sökum "mikilla" orgelspilamennsku. Ég get þó ekki státað mig af margra tíma æfingum undanfarið, en samt fæ ég verk í úlnliðinn. Mér líður eins og ég sé alvöru hljóðfæraleikari.

Þessa páskana mun kirkjukórinn sem ég syng í flytja Requiem eftir Fauré (já, aftur) og svo páskamótettur Poulencs. Hlakka til að takast á við þann durt. Við sungum jólamótetturnar í hitteðferra, og eru þær afar fallegar. Sungum þær því miður ekki eins fallega og þær eru. Vonum að betur gangi með páskamúsíkina...þó erfiðari sé.

Knúturinn talar um að hafa lög á heilanum á blogginu sínu. Í dag var nývalið Eurovision lag okkar Íslendinga í heimsókn í kollinum á mér. Ég hef heyrt þetta fokkings lag 3svar og það situr ansi þétt. Ætli það bara vinni ekki þessa hallærislegu keppni veraldar, sem er svo gaman að horfa á.

Jæja, best að búa sér til macchiato.

p.s. var að fatta að ég á ekki mjólk. DAMN! Nenni ekki út í búð...eða á ég...tja...hmmm..."hugsi hugsi hugsi"...Føtex, here I come!

Engin ummæli: