22.2.06


iPod
Fyrir ekki alls löngu hélt ég söfnunina "iPod handa tónskáldinu". Safnaðist það mikið að innan skamms verð ég stoltur eigandi slíks tryllitækis, sem mun koma sér afar vel á öllum þeim rútuferðum og öðrum ferðum sem ég mun leggja í á næstunni, og eru þær fjölmargar. Tala nú ekki um öll önnur tækifæri sem munu gefast til að njóta þessa rómaða leiktækis.

Í gær var ég í Kaupmannahöfn. Ástæða fyrir veru minni þar var æfing með Stöku, eins og aðra þriðjudaga sem liðnir eru á þessu herrans ári 2006.
Gekk barasta ágætlega. Þau eru drulluseig og þola allan mína rytmísku leiki afar vel (við erum að syngja Tobbavísur eftir Snorra Sigfús, sem er ekkert nema fjölhrynur hægri vinstri, og svo byrjuðum við að æfa Vorið það dunar eftir Þorkel, og ekki er það nú minna hrynverk). Gaman að þessu.

Myndin hér til hægri sannar hvar svanirnir hér í Danmörku fengu flugnaflensuna. Eða er hún sönnun þess hvar fuglarnir á Íslandi fengu sína...
En þessi mynd var einmitt tekin þegar Smaladrengirnir og Högnarnir komu og trylltu lýðinn í Sönderborg fyrir skemmstu.

Engin ummæli: