14.2.06


Hugi kemur í heimsókn
Hr. Hugi Þórðarson ("Fruggi Roðrarson") og restin af hinum sívinsælu Smaladrengjum, komu til Danmerkur á föstudaginn. Þessir drengir eru allir góðir vinir mínir, þar sem ég er gamall smali, svo ég fór á móti þeim til København og keyrði svo með þeim til Sønderborg á suður Jótlandi. Þar áttu þeir að troða upp daginn eftir á þorrablóti íslendingafélagsins í þeirri borg. Það gekk allt eftir, við góðar undirtektir. Gaman að vera á þorrablóti.
Á sunnudagsmorgun fórum við svo í morgunkaffi niður til Freiburg (sem er hinumegin við landamærin, þ.a.l. í Þýzkalandi) og var það afar ljúft.
Leið hinna Smalanna og mín og Huga skildust svo á Jótlandi. Ég og Hugi vorum settir út í Kolding og restin keyrði austur til Kastrup til að taka flug. Hugi ætlaði að vera í 2 daga hjá mér í Árósum. Við tókum lestina heim.
Það er óttalega gaman að fá þennan góða vin í heimsókn.
M.a. þá fórum við í sjóinn í gær. Ég hef aldrei séð aðrar eins aðfarir hjá nýbyrjanda. Hann stakk sér til sunds í c.a. 2 gráðu "heitan" sjóinn og synti frá landi. Sem betur fer hætti hann við 1000 metra sprettinn og kom til baka. Ég lét mér nægja að synda aðeins á móti honum. Þennan háttinn hafði hann svo á í öll þrjú skiptin sem við kældum okkur.
Svo bauð Hugi mér og Stinu út að borða á Bistro. Afar ljúffengur matur og gott gott vín. Einnig má taka það fram að þeir gera besta créme brulée í heimi (ég veit, Hildigunnur, að ég hef ekki smakkað þitt ennþá).
Í morgun fór svo Hugi blessaður með lestinni til Kastrup og mun fljúga til Íslands í dag.
Takk fyrir heimsóknina Hugi!

Engin ummæli: