15.2.06Frumlegasta jólagjöfin í ár
Títtnefndur Hugi gaf mér afar frumlega jólagjöf. Hann gaf mér rakvél (skafa), raksápu og rakakrem til að bera á sig eftir rakstur. Þetta þótti mér afar sniðug gjöf, þar sem að ég er sköllóttur og raka því þessi fáu hár, sem eftir eru, alveg af í viku hverri. Nema hvað að þetta var ekkert venjuleg Gillette rakvél sem hann gaf mér, heldur var þetta sérhönnuð skafa til að raka hausa. Hönnunin á þessari sköfu hefur fengið einhver verðlaun og ég veit ekki hvað. Afar flott. Hérna má sjá meira um þessa sköfu.
En þar sem að Tryggvi, fyrrv. lærimeistari, spurði í "ísköldu mati" hvort ég væri að nota gjöfina þá þótti mér við hæfi að segja ykkur frá þessu.
Nú ætla ég að svara Tryggva:
Nei, ég nota ekki þessa sniðugu gjöf frá meistara Huga, því mér tókst að skera mig tvisvar all illilega (þetta gæti verið finska) í bæði skiptin sem ég notaði græjuna. Þannig að ég hef sett græjuna í smá pásu og held áfram með að nota Match 3 sköfuna frá Gillette, sem klikkar aldrei og er afar fín skafa. En aftur á móti er sápan og kremið algjört dúndur.

Þar hafið þið það.

Engin ummæli: