25.2.06

Ferðalög
Ég fann þessa "hvert hefur þú komið landakorta síðu" hjá henni Svanfríði Eygló, tónmenntakennara og Hornfirðingi með meiru.
Mér finnst þessi listi minn ekkert vera til að hreykja sér af. Maður er fæddur í þennan heim, sem er svo lítill miðað við allt hitt sem í kringum hann er, og maður hefur ekki einu sinni heimsótt fleiri heimsálfur en þessa sem maður fæddist í! Úr þessu verður að bæta áður en maður hrekkur upp af, því þá er það víst of seint. Ég væri alveg til í að vinna bara 2 miljónir í getraunum (svona ef ég myndi einhverntímann spila) og fara á heimshornaflakk. Kannski það sé ekki nægur aur, en samt ætti að duga fyrir einhverjum farmiðum.
Ég gæti t.d. vel hugsað mér að koma til Ástralíu eða Tasmaníu. Svo væri Japan afar skemmtislegt líka. Norður Ameríka væri líka spennó...þetta allt saman er mjög spennandi! Ég skal láta ykkur vita þegar ég hef látið verða af þessu.
En hér er svo kortið mitt:


create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Engin ummæli: