6.2.06


Ekki meir Geir
Ég var að lesa opið bréf Elísabetar Ólafsdóttur (Betarokk) til Geirs Ólafssonar (IceBlue). Hef ekkert um það mál að segja, en Elísabet skrifar ágætlega.
Nema hvað að í athugasemdakerfinu hennar rakst ég hlekk sem reyndist vera hlekkur á Söngvakeppni Sjónvarpsins (Eurovision forkeppnin). Og þar var umræddur Geir fyrstur á dagskrá.
Mér skildist einnig á þessum athugasemdum á síðunni hennar Elísabet að Geir hefði ekki komist áfram! Hvað er í gangi!?! Loksins loksins er þarna maður sem hæfir þessari keppni og hann er ekki sendur út í aðalkeppnina! Merkilegt val verð ég að segja.

Engin ummæli: