27.2.06


Bolla bolla
Ég fór til slátrarans, sem er búinn að fá 3 fílukalla frá matvælaeftirlitinu, og keypti mér lifrarkæfu. Þetta er eins og rússnesk rúlletta í "slow-motion". Lifrarkæfan og ég fórum heim saman og saddi hún list mína. Á meðan að við gældum hvort við annað, hlustuðum við á rás 2 á netinu. Þulurinn í útvarpsauglýsingunum las þessa auglýsingu tvisvar: "Bolla bolla...15 tegundir af bollum í "einhverju"-bakaríi..."
Ég flissaði tvisvar.

p.s. þegar ég var að leita að myndum á Google undir orðinu "leverpostej" þá kom mynd af Lindu P. á 6.síðu. Tilviljun?

Engin ummæli: