22.2.06


í beinni!
Í skrifuðum orðum er fullt fullt af músík og rafurmagni að streyma inn á nýja iPod-inn minn. iPod þessi er 30 Gb og held ég að það muni alveg duga mér eitthvað, þrátt fyrir önnur meðmæli títtnefnds kunningja, sem ég vill ekki nefna meira í bráð, þar sem mér skildist hans nafn hefði verið nefnt of mörgum sinnum á nafn á þessari bloggsíðu minni, og þessi setning er orðin svakalega löng, minnir eiginlega á Proust setningu. (dreg andann djúpt inn)
En s.s. ég á nýja græju og ég hlakka mikið til að leika mér með hana og brúka í leik og starfi.

Engin ummæli: