6.1.06"Og troddu þessu upp í ..."
Samkvæmt Tao kynfræðinni, þá er það afar mikilvægt að hafa hreinan endaþarm, og við erum ekki bara að tala um að skeina sig vel. Nei nei, við erum að tala um mun meiri þrifnað en það. Fræðin segir að endaþarmurinn er fullur af óhreinindum og óæskilegum úrgangsefnum, og líkaminn á víst hrörnast mun fyrr ef maður hreinsar ekki í þessum útgangi meltingarfæranna. Fræðin bendir einnig á að við burstum í okkur tennurnar oft á dag og að við notum tannþráð og munnskol og ég veit ekki hvað. Þetta er jú bara inngangurinn að meltingunni. Afhverju ekki að hreinsa til í útganginum?
Fræðin (allaveganna í þeirri bók sem ég lánaði á bókasafninu) segja að sólarljósið sé eitt öflugasta hreinsiefnið sem við komumst í. Þessvegna er mælst með að fólk taki endaþarmssólböð. Bókin mælir með að maður begi sig fram fyrir sig og láti sólina skína á umrætt svæði. Samkvæmt bókinni virka þessi böð best ef einstaklingurinn er nakin.

"Sól sól skín á mig, ský ský burt með þig"...þetta hefur allt aðra merkingu eftir að hafa lesið um endaþarmssólböðun.

Engin ummæli: