27.1.06

Niðurlæging
Síðan ég fluttist til Danaveldis þá hefur gengi Íslendinga á danskri grund aukist til mikilla muna.
Íslendingur fékk aðalhlutverkið í mynd Lars von Trier í Dancer in the dark, og er ekki einhver íslendingur að fá næsta aðalhlutverk í næstu mynd hans?
Það eru íslendingar sem eru búnir að kaupa stóran hluta af öllu hérna í drottningarríki Möggu.
Það er fullt af íslendingum sem eru sterkustu liðsmenn hinna ýmissu íþróttaliða hér í baunalandi.
Og það eru íslendingar sem munu vinna dani í þessum handboltaleik í kvöld.
Hversu mikið ætlar íslenska þjóðin að halda áfram?

p.s. við skulum ekkert minnast á 6-0 leikinn í fótbolta hérna um árið.
p.p.s. eða gengi dana í eurovision.

Engin ummæli: