10.1.06

Minningargrein
Ég vil minnast góðs vinar og förunautar í örfáum orðum.
Við kynntumst að vori 1996. Ég kynntist einnig Þyri (eða "PrumpulínaPrinsess" eða fyrrv. unnusta mín) þetta sama vor. Við eyddum mörgum tímum saman, við þrjú, og fórum víða. M.a. fórum við til Danmerkur saman og við fórum langan túr frá Árósum til Vallekilde og alltaf stóð hann sig eins og hetja, sama hvað á gekk.
Hann hafðir farið í gegnum ýmsar læknismeðferðir. Fengið skipt út einu og öðru, en stellið var sterkt og grunnurinn góður, svo hann kom ávalt frískur til baka.
Ég sakna hans og vona að hans nýji "eigandi" hugsi vel um hann. Honum hefur verið stolið áður, en þá fann ég hann aftur, en í þetta skiptið hef ég litla trú á að við munum hittast aftur.
Megi herra DSB Kilimanjaro Fjallareiðhjól hvíla í friði.

Engin ummæli: