28.1.06

Með grátt í vöngum
Tók mér vetrarbað áðan. Lofthiti -3° og sjóhiti 0°. Svo náttúrulega sauna. Ekkert meira hressandi.

Nú sit ég með viský tár í glasi og hlusta á Deep Purple. Mér líður eins og ég sé fimmtugur. Sennilega fæddist ég gamall.

Á eftir er mér boðið í mat hjá Lars. Hann ætlar að framreiða önd handa mér og Bryan (við bjuggum allir í bofællesskap í Vesterport á sínum tíma). Líf og fjör. Glaumur og gleði.

Engin ummæli: