16.1.06


Krýning Poppeu
Í kvöld er frumsýning á "Krýningu Poppeu" ("Poppeas Kroning") í flutningi nemenda úr konsinu hérna í Árósum. Stina syngur Ottaviu, keisaraynju (sjá mynd hér til hliðar)
Ég sá generalprufuna, og er þetta ágætis sýning hjá þeim. Það er búið að stytta óperuna niður í 3 tíma...ef allt hefði verið með þá erum við að tala um einhverja 5 tíma held ég. Menn höfðu mun minna að gera í gamladaga, eða gáfu sér kannski meiri tíma í það sem þeir gerðu. Ef Monteverdi hefði séð MTV þá held ég að hausinn á honum myndi bræða út.

Engin ummæli: