28.1.06


Han spiser sin is!
Í gærkvöldi voru tónleikar með TV-2 í Óðinsvé(um). Ég fór með Stinu, því mig langaði að sjá hana á sviði með þeim. Þetta var mjög fínt alltsaman. Íþróttahöllin var full, 3250 manns.
Í hléinu fór ég baksviðs að ná í Stinu, því hún vildi heyra seinna helmingin (hennar lag er í fyrri helmingi). Þegar ég kem inn í herbergið sem þau voru í spyr söngvarinn hvort þeir hafi of hátt. Ég segist vera afar óvanur svona tónleikum, svo það er ekki að marka. Svo spurði hann hvort ég gæti skilið textann. "Já já...Borðar hann ekki annars síld?" Svo var víst ekki. Þeim þótti þetta svolítið fyndið.
En það er gaman að sjá og heyra svona band sem hefur verið til síðan í byrjun 1980 og átt ótrúlega marga smelli hérna í DK. Allir hafa einhverjar minningar um lögin þeirra, og allir syngja með og kunna lögin. En það er svo merkilegt að þessi músík væri alveg dauð í öðru landi.
Eftir tónleikana fórum við upp á hótelið. Fínt fínt hótelherbergi, með baðkari og leðursófum. Ljúft að fá hellurnar úr eyrunum í notalegu heitur baði (í DK eru flest hús ekki byggð með salerni eða baðaðstöðu í huga, enda byggð á fyrri hluta síðustu aldar. Þannig að maður hefur yfirleitt bara sturtu haus í pinkulitlu baðherbergi. Þannig að baðkar er lúxus.)

----------------------------

Inni í DSB eru rennihurðar sem opnast sjálfvirkt. Á þeim er lítil mynd af hendi og tvær pílur út frá hendinni. Maður stingur hendinni sinni að þessari mynd og hurðin opnast. Þetta fatta ekki allir farþegar. Þeim finnst meira lógískara að framkvæma einhverjar merkilegar handahreifingar fyrir fram hurðina og benda í allar áttir, í hröðum og fálmandi hreyfingum. Skemmtileg sýn þegar maður ferðast með DSB. Það er sennilega líka það eina sem er skemmtilegt við DSB...tja...þeir hafa líka gott stef sem kemur alltaf á undan öllum tilkynningum. Það er lítið stef byggt á nótunum D-Es-B.

----------------------------

Hugi Þórðarson bendir á að við Íslendingar lítum stórt á okkur bara af því að við höfum keypt einhver hús og fyrirtæki í DK. En það er bara ansi merkilegt að við höfum gert það. Og það er ansi merkilegt að við eigum svona marga listamenn sem skara framúr og vekja athygli hins vestræna heims.
Mér finnst allt í lagi að Íslendingar séu stoltir af því hvað þessi litla þjóð á þessu stóra fallega skeri nær að framkvæma. Svo lengi sem það er ekki stóriðja, þá megum við vel vera stolt.

Engin ummæli: