11.1.06

Bleyjuskipti
Að skipta á ungbörnum hefur aldrei verið mín sterkasta hlið. Í rauninni fékk ég nóg af ungbarnaskít þegar systkini mín voru bæði komin með krakka og ræddu um þykkt og áferð á saur barnanna sinna...og við sátum og snæddum hádegismat! Það leiddi til þess að ég hef aldrei skipt á krakka, ekki einu sinni systkinabörnum mínum (hef reyndar aldrei verið annað en frændinn í Reykjavík eða útlöndum fyrir þeim).
EN! Í kvöld skipti ég í fyrsta skipti ég um bleyju! Húrra fyrir mér og barninu. Hún er nú svo meðfæranleg að ég hefði sennilega ekki getað fengið betri krakka til að frumreyna þetta.
En staðan var sú að ég og Stina vorum að passa fyrir vini okkar, sem voru í bíó, og krakkinn skeit á sig. "Framhjá veginum" (btw.) þá heitir hún Mira. Ég sagði við Stinu að hún væri nú sennilega búin að gera eitthvað í bleyjuna. "Jæja! Þá sérð þú bara um það." segir Stina og fer út! Shit (í orðsins fyllstu merkingu)! Ég verð víst bara að skipta á stúlkunni, þeas. Miru, áður en hún fer að háskæla.
Nema hvað að í því sem ég fjarlægi bleyjuna og er að þurrka restina af skítnum af henni, þá koma foreldrar henna úr bíói og horfðu þau á mig setja Miru í nýja bleyju. Þau gáfu mér afar góða einkun fyrir handbragðið.
Þannig að í kvöld sofna ég glaður og ánægður með að hafa gert eitthvað sem ég hef aldrei á ævinni gert áður.

Engin ummæli: