28.12.05

Vitleysingur

ATH: Ef þú ert ekki búin/n að sjá Narnia, eða hefur ekki lesið bækurnar, þá er þessi lesning algjörlega á þína ábyrgð!

Við vorum að koma heim frá að sjá myndina Narnia. Ágætis ræma.
Svo á leiðinni upp tröppurnar í stigaganginum segir Stina (í þýði úr dönsku yfir á íslensku):
Stina: "Svo ljónið var bara Jesús."
Stefán: "Ha! Var ljónið Jesús..."
Stina: " Já varstu ekki búinn að fatta það?"
Stefán: "uuu...Nei, ég var ekkert að pæla í því."
Stina: "Hann dó meira að segja með 2 konum hjá sér...uppi á hæð."
Stefán: "Jááá þannig...hmm..."
Stina: "Og Edmond var Júdas, og Peter hét meira að segja Pétur!"
Stefán: "Já! Ég var ekkert búinn að pæla í þessu."
Stina: "Úff...það var gott að við áttum þessar samræður en ekki þú við einhverja aðra!"

Kærastan mín tók samt ekki eftir því að það var Liam Neeson sem átti röddina á bakvið Jesús...

Engin ummæli: