19.12.05

Sykureitrun
Um daginn fékk ég afar skemmtilegan pakka með póstinum. Þetta var gulur kassi frá Póstinum. Systir mín kær sendi mér hann. Ég var ekkert sérlega glaður yfir sjálfum kassanum, meira heldur yfir innihaldinu. Kassinn var troðfullur af gjöfum og sælgæti...og við erum að tala um svo mikið magn af sælgæti að ég kastaði nærrum því upp bara við að sjá allt þetta slikkerí. Ég hafði reyndar beðið hana um að senda mér smá íslenskt nammi, og hún valdi þann kostinn að fylla upp í kassann með gotteríinu góða, frekar en gömlum dagblöðum. Ég er voða glaður...og í súkkulaðisjokki.
Annars er mjög gaman að gefa dönum íslenskt sælgæti. Þeir fussa flestir þegar maður lýsir fyrir þeim hvernig við blöndum saman súkkulaði, marsípani og hinu allraheilagasta í Danaveldi, á eftir skarti drottningarinnar, en það er lakkrís. En þeir bara vita ekki að súkkulaðið er ekki bara venjulegt súkkulaði. Onei! Þetta þarf að vera Nóa Síríus súkkulaði (sem er eiginlega ekki súkkulaði, meira súkkulaðilíki) og ekki alvöru marsípan, heldur einhver merkileg litefnafyllt blanda sem hefur sömu áferð og marsípan, og svo rúsínan í pylsuendanum (frekar ógeðsleg tilhugsun eftir allt þetta súkkulaði) er lakkrís, sem líkist enganvegin alvöru lakkrís eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir þekkja hann. Okkar lakkrís er linur og sykursætur, með engan vott um beiskju eða herslu. Okkar lakkrís er meira svona barnamatur fyrir lakkrísfólkið.
En það er svo merkilegt að þessi þrjú innihöld (má maður ekki segja það?) mynda þvílíkt bandalag að hvaða lakkrís-, súkkulaði- og marsípanunnandi verða orðlausir og taka þessari blöndu sem einhverju óþekktu og spennandi blöndu, sem fellur vel að bragðlaukum þeirra.
Húrra fyrir Nóa Síríus!

Á morgun og hinn mun ég synjga í Messías e. Händel á tónleikum hérna í Árósum og í Nyborg. Ekki eins mikið maraþon og þegar ég söng hann með Kára Þormari í Fríkirkjunni, en þá sungum við hann á tvennum tónleikum...sama dag! Mig langaði ekkert að mæta í seinniumferðina. Vona að þessi umferð verði ekki eins þreytandi.
"HaaaaalleLúja! HaaaaalleLúja! HallleLúja! HallleLúja! HallLeeLúj! ."

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

claimed a lot of people pay his or her's borrowing products before its due along with without the need of fines
A top arrears charity desires numerous consumers looking toward them intended for aid above payday advance debts to be able to dual this kind of. arrears charitable claims all around purchase the particular short-term, big attraction loans in 2010. Any good cause reveals 3 years in the past the numerous purchasers with them was first minor.
pożyczki dla firm bez bik
bardzo trudne kredyty
http://kredytybezbik24.net.pl
szybka pożyczka
polecana witryna

http://szybkapozyczka24.info.pl
http://pozyczkanadowod24.com.pl
http://pozyczkanadowod24.com.pl