25.12.05

Merkileg jól
Gleðileg jól öllsömul.

Þessi jól eru nú ekki liðin, en fúlara aðfangadagskvöld hef ég aldrei lifað.
Þetta byrjaði allt saman ágætlega. Við komum hingað til Grenå þann 23. og skreyttum tréð. Voða huggulegt.
Svo vöknuðum við á aðfangadag og allir höfðu fengið í skóinn frá Kertasníki (þau þekkja ekki hann, en ég útskýrði þetta fyrir þeim).
Svo fórum við í kirkju kl.13 og það var svo troðið að við þurftum að standa aftas við orgelið. Mjög fínt.
Eftir kirkju fórum við að leiði afa hennar Stinu og svo heim í kaffi.
Eftir það fór þetta að ganga niður á við.
Kl.17.30 lagðist ég í rúmið með hita og gubbupest. Gat ekki hugsað mér að borða. Ég steig ekki upp úr rúminu fyrr en þau voru farin að opna pakkana. Gat setið með þeim að opna, og fór svo í rúmið, með töluverðan hita. Svaf þetta úr mér í nótt, og er bara ágætur í dag.
ÞETTA FINNST MÉR VERA SVINDL!
Sem betur fer er til afgangur af öndinni, og ég hef matarlyst í dag.

Engin ummæli: