10.12.05Jólahátíðin er á næsta leyti
Satt er það. Aðventan er fyrir löngu gengin í garð og ég hef ekkert látið í mér heyra síðan ég kom heim frá Spáni.
Ég er s.s. komin heim frá Spáni. Á Spáni var gaman.

Á aðventunni eru nokkrir atburðir ár eftir ár. Jólatónleikar, jólainnkaup, borða eplaskífur og drekka jólaglögg (eplaskífur hafa ekkert með epli að gera, nema maður geri þær upp á suðurjóska mátann, en það er að setja epli og sveskju inn í hverja "skífu"), og svo eru náttúrulega allir jólafrokostarnir, eða eins og það útleggst á íslensku, jólahlaðborð.
Ég er búin að fara á einn slíkan jólafrokost. Það var með starfsfólki Sct.Pauls kirkju. Að þessu sinni var það bara starfsfólkið sem fór. Afhverju? Jú, það er nefnilega þannig að sóknarnefndin getur ekki verið saman komin í einu herbergi án þess að fara að slást. Kristilegur andi og bræðralag, ekki satt?
En þessi frokost var hinn ágætasti. Við fórum á veitingastað og fengum þriggja rétta máltíð sem smakkaðist vel. Og gaman að vera laus við þennan hefðbundna jólafrokost með hinum hefðbundnu réttum. Saknaði samt snafsins.

Í kvöld er svo jólafrokost nr.2. Í þetta skiptið er það Århus Universitets kórinn sem ætlar að fagna komu jólanna og hittast og snæða góðan mat og drekka vín eða öl.
Það er undirritaður sem sér um matinn. Eins og í fyrra þá mun ég bjóða upp á úrbeinað lambalæri að Andalúsískum sið. Reyndar breyti ég örlítið frá uppskriftinni og set rósmarín inn í rolluna, saman með hvítlauknum. Svo er allt húrlumhæið látið marinerast í sherry og sítrónusafa, sítrónuberki og lauk. Lærin verða svo bökuð í ofni með paprikum, tómötum og bjór, ásamt mareneringunni. Hlakka til að bragða þetta...hef aldrei prófað þetta áður. En þetta hljómar samt ansi öruggt.
Með þessu geri ég svo "klikkaðar kartöflur" (Patates Spastes). Það eru smáar kartöflur, barðar í spað, steiktar á pönnu með kóríanderfræum. Svo eru þær soðnar í rauðvíni. Bragðast afar vel.

Uppskriftirnar eru hérna:
Lambalæri
Patates Spastes

Í gær fór ég á frábæra tónleika með Ensemble 2000. Frumflutt var ný jólatónlist og ein upphafskafli Jólaóratoríunnar í nýrri útsetningu eins tónskáldsins. Þetta var ferskasti jólatónleikur sem ég hef verið á. Og frábært að heyra nýja músík flutta í kirkju. Fullt af klukkum og spennandi hljóðum. You had to be there.

Engin ummæli: