16.12.05Að hemja sig og drepa sinn innri mann?
Ég hef það sem atvinnu að syngja í kirkju. Ég er meðlimur í Sct. Paulskirke kantori. Fyrir þetta fæ ég c.a. 2.000,- dkk. á mánuði. Fínt fínt.
Þegar maður hefur þessa atvinnu þá er maður viðstaddur ansi margar messur á sunnudögum og svo aðrar messur á virkum dögum. Og í morgun var ég að syngja í einni "hverdags gudstjeneste". Þessi messa var ætluð fötluðum einstaklingum frá einhverri stofnununni í sókninni okkar. Þetta var ótrúlega skemmtileg messa. Þau tóku afar virkan þátt í messunni. Þau jánkuðu þegar presturinn spurði þau að einhverju og þau fögnuðu við hvert tækifæri, með lófaklappi. T.d. þá klöppuðu þau eftir að presturinn var búinn að blessa þau. Afar fyndið. Það má segja að þau voru til staðar og sýndu það. Annað en við "venjulegar" messur. Það eru ekki einu sinni staðið upp þegar sungnir eru sálmar. Hversu mikil upplyfting liggur eiginlega í því að kúldrast á rassinum og reyna að syngja lofsöng til Guðs og drottins og allra þeirra þarna uppi í himninum? Nóg um það.

Þetta er fyndið.

Þessa stundina er ég að hlusta á rás 2. Rás allra landsmanna...minnir mig.
Meira en helmingur af þeirri músík sem ég er búinn að heyra núna á þessum hálftíma sem ég er búinn að hlusta hefur verið endurgerðir af gömlum lögum. Afhverju gerir fólk þetta? Núna er t.d. Helgi Björns að syngja "Samferða" með fáránlega loftfylltri röddu. Ekkert er nýtt í þessari endurgerð. Heyrði líka eitthvað jólalag með Nylon stúlkukindunum. Og lagið "Ást" (með texta eftir Pál Óskar, gott lag annars) með einhverju sumarballabandinu. Merkileg þörf hjá Íslenskum poppurum að gera svona lagað. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég heyrði íslenska útgáfu af einhverjum Kim Larsen slagaranum um daginn...á íslensku NB. og Kim Larsen útgáfunni algjörlega fylgt eftir. Furðulegur kaupfélagsstjóri.
Ég vil taka fram að myndin hér til hliðar er ekki af Kim Larsen, heldur tvífara hans.

Engin ummæli: