21.12.05

1 down, 1 to go!
Kirkjan var algjörlega pökkuð. Ekki eitt einasta sæti laust. Ekki einu sinni á svölunum. Skemmtilegt að vera þáttakandi í svona vinsældum, þó svo að mér þykir Messías ekkert sérlega skemmtilegt verk. Þetta er alltof mikið hávaði og læti. Vantar nokkra góða kórala (þó svo að þeir séu að verða útdauðir...þennan fattaði Tryggvi alveg örugglega) og nokkra bara venjulega kórala. Og svo á að sjálfsögðu að gera það að venju að sleppa Alleluja kaflanum.
Stina kom á tónleikana með vinkonu sinni sem er líka söngkona. Vinkonan hnippti í hana áður en alt arían "He was despised" byrjaði og bað hana um að taka eftir hversu margir áheyrendur byrjuðu að hósta og ræskja sig á meðan að altinn söng þessa aríu. Það var eins og við manninn mælt, og allir fóru skyndilega að framkvæma þessa merkilegu iðju á meðan að arían var flutt.
--------
Mér dettur í hug atriði í einhverri mynd sem ég sá sem barn, en það var einhver að halda ræðu í vel þéttsettnum sal, og svo byrjaði einn að æla á fremsta bekk, ældi á þann við hliðiná, og svo koll af kolli. Þetta endaði með að allir höfðu ælt á sinn sessunaut (nema náttúrulega þeir sem sátu á endunum...)
--------
En ástæðan fyrir þessum hóstum gæti verið sú að þessi aría liggur töluvert djúpt, eins og allt það sem alt sólóistinn syngur, því altar voru ekki konur í denn, heldur menn, og áheyrendur mynda einhverja samkennd með söngvaranum og þ.a.l. leiðir það til hósta og ræskinga. Skemmtilegt fyrirbæri. Hlakka til að heyra þetta á tónleikunum í Nyborg í kvöld, því ég tók ekkert eftir þessu í gær.

Engin ummæli: