2.11.05

Viðtalið
Það varð ekkert af viðtalinu við rektorinn, ég ræddi bara við hann.
Afhverju?
Á laugardaginn síðasta var nefnilega flutt verk eftir mig á hátíð í skólanum sem kallast Global Local. Á þessari hátíð var spiluð músík eftir tónskáld sem tengdust skólanum. Verkið Morrk eftir sjálfan mig ("hvernig finnst ykkur ég?") var spilað, og gekk það glimrandi vel. Sennilega besti flutningur á því verki hingað til. Verkið er fyrir 7 gítara og nikku.
En það var ekki umræðuefni okkar rektors. Onei.
Við ræddum nefnilega um verkið sem kom á eftir mínu verki. Það voru bara þrjú verk á dagskrá og mitt var í miðjunni.
Að mínu mati voru fyrstu tvö verkin bara ansi ágæt, enda það fyrsta eftir Karl Aage Rasmusen (fyrrv. kennarinn minn) og svo s.s. það annað eftir mig.
Þriðja verkið samdi svo píanisti nokkurn, sem stundar píanónám á 4.ári í skólanum.
Það verk var með eindæmum lélegt. Uppbygging eða formun verksins var nánast engin, stíllinn var leiðinlegur (pers.mat að sjálfsögðu) og illa gert innan þessa stíls, hljóðfæranotkun var afar óspennandi og illa samansett og flutningurinn var óstjórnlega lélegur.
Og öllum herlegheitunum stjórnaði svo rektorinn okkar.
Mér varð illt í líkama og sál.
Ég pantaði mér viðtalstíma við rektor og spurði hann hvernig í ósköpunum á þessu stæði. Fátt varð um svör, en eitt er víst að hann og skipuleggjandi hátíðarinnar tóku nokkurnveginn í sama streng, varðandi þetta verk.
Ég gerði þeim ljóst að ég hefði misst allt álit mitt á þeim og á skólanum, en sem betur fer höfðu aðrir tónleikar verið seinna ,sama dag, þar sem þeir tveir tóku þátt í flutningi og var það mun betra. Það reddaði nokkuð þeirra mannorði.
Þeir lofuðu að passa upp á að gera ekki svona flopp héðan í frá.

Engin ummæli: